Thursday, December 4, 2014

Komdu jólafrí!!

Það er svolítið síðan að ég fór í jólafrí í huganum og náði það hámarki í dag þegar ég vaknaði og sá allan þennan snjó úti í morgun!
Jóló í Glacierselinu !

Hef sjaldan eða aldrei verið jafn utan við mig og í morgun, jesús minn! Ég hafði alveg góðan tíma þar sem að skólinn byrjaði ekki fyrr en klukkan 13:00 því veit ég ekki hvað gekk eiginlega á.

Ég held ég hafi náð að gera svona 6 hluti í einu ég sver það, á meðan ég var að fara yfir nýjustu færslurnar á facebook hellti ég mér AB mjólk í skal og byrjaði að borða hana, já og marinera sjálfa mig upp úr henni, á meðan á þessu stóð varð mér svo kalt á fótunum að ég hljóp inn í herbergi með skeiðina upp í mér og klæddi mig í ullasokka! Athyglisbrestur much??

Jæja eftir að hafa sleikt morgunmatinn af bolnum og andlitinu, farið í ullasokka og skoðað facebook þá ákvað ég að tannbursta mig, tók ég þá eftir því hversu svakalega smart ég var og varð ég að festa það á filmu (símann) jæja með símann á lofti og tannburstan í munnvikinu fer ég að finna til föt fyrir daginn, jáhh og afþví ég var nú komin með þau í hendurnar hví ekki þá bara að klæða sig!?

Jújú þetta voru nú öll ósköpin, reyndar í síðbrók og svo sést ekki AB-mjólkur slettan :/
Til allrar guðs lukku er ég nú enn með allar tennurnar upp í mér! Ekki hafði ég nefnilega fyrir því að klára að tannbursta mig áður en ég klæddi mig í bolinn.

Komin í fötin og hræki því sem eftir er af tannkreminu í vaskinn, klæði mig í útiföt, og er nú í svolítinn tíma að finna til hvað passar og svona, þarf alltaf að máta öll fötin áður en ég kemst að niðurstöðu! Maskara mig á meðan, helli upp á kaffi og skoða snapchöttinn.



TILBÚIN!!!

Nei hvur djöö..... Klukkan er ekki nema hálf tólf!

Úr útifötunum og halda áfram að skoða facebook í allavegana hálftíma í viðbót!


Hefði alveg verið til í að hafa myndavélar á upptöku þennan morguninn, enn að sama skapi er ég mjög þakklát fyrir að hafa bara verið ein heima!

Hey! Var að læra, alveg rétt!
Staðalbúnaður í verkefnaskilum.
Þangað til næst

-RG

Wednesday, November 26, 2014

Jóla jóla!!

Ég vil byrja á að afsaka blogglægðina sem hefur verið yfir Glacierselinu síðustu vikur, afskaplega löt og hugmyndasnauð eitthvað! 

En jæja, nú fer senn að líða að jólum og get ég svo svarið það að ég hef aldrei verið eins spennt ! 
Aðeins tvær vikur eftir af skólanum og eftir aðeins 17 daga mun ég setjast upp í flugvél og þar með kveðja borgina fram yfir áramót ! 

Jii hvað það verður gott að komast í sveitina, ætla reyndar að byrja á því að fara til Akureyrar og eyða smá tíma með pabba sín. En svo ætla ég að eyða jólunum aftur á Vopnafirði og reddaði ég mér örlítilli vinnu heima svona til þess að klepra ekki í öllu þessu fríi!!

Ég er aðeins byrjuð að jólast hérna heima, búin að gera aðventukrans, pakka inn nokkrum jólagjöfum og skrifa á fáein jólakort. Nú get ég ekki beðið eftir því að kveikja á fyrsta kerti kransins setja Frostrósir í kvínandi botn og baka fáeinar jólakökur. Elska þennan tíma, dimmt úti, kertaljós og jólalög allt svo dásamlega kósý! 

Reyndar var þetta fyrsti dagurinn sem ég fékk svona algjörann jólafíling enda orðið kalt úti og pínu föl yfir öllu, það setur algjörlega punktinn yfir i-ið. 

Aðeins að aðventukransinum, ég fór í Ikea þegar að jóladótið var svona aðeins farið að birtast og sá ég þá hvíta stjörnudiska sem mér fannst ég verða að eignast og keypti mér fjögur stykki með aðventukransinn í huga.
Fann svo kerti síðan í fyrra og fór þá í smá google leiðangur og fann 3 myndir sem mig langaði að nota. Fjórða kertið var svo agalega lítið og þolinmæðin mín ekki sú mesta þannig að ég ákvað að á auðveldast yrði bara að skrifa Jól og prenta út fyrir það kerti.

Raðaði svo kanilstöngum og könglum sem ég fékk einnig í Ikea á víð og dreif.

Ég er bara bísna ánægð með útkomuna og gæti ég trúað að ég komi til með að nota þessi kerti allavegana næstu jól, þar sem ég kem nú ekki til með að kveikja á nema tveimur þessi jólin.
Þangað til næst

-RG







Thursday, November 6, 2014

Breytingar

Síðustu daga höfum við aðeins verið að breyta hérna heima, 
snérum stofunni, færðum borðstofuborðið ooog svo fór ég náttúrulega í smá verslunarleiðangur!
Ég held ég verði nú að viðurkenna það loksins að ég er Shopaholic, sjæse... 
Það er bara svo hrikalega gaman að versla fallega
 hluti inn á heimilið (svona á meðan það er enn pláss)

Sjónvarpið var á gráa veggnum og sófinn beint á móti,
 get svarið það að eftir þessar breytingar er íbúðin miklu stærri!
Ég hef verið að leita lengi af rétta sjónvarpsskenkum og ekkert fundið sem að passar hérna inn, 
jú kannski fundið einn eða tvo og þá hafa þeir kostað bæði nýrun og hluta af lifrinni, þannig að þessi hirsla verður að duga örlítið lengur. Mér til mikillar gleði!
Við erum líka að kljást við rafmagnsvesen, s.s. tenglarnir á gráa veggnum virka ekki og þessvegna þurfum við að vera með snúrur meðfram sófanum, en ég meina hver elskar ekki snúrur!?

Ranarp lampinn er minn!!!!
Lét loksins verða að því að kaupa lampann, en eins og ég talaði um í síðasta bloggi þá hef ég labbað í gegnum Ikea með sleftauminn svoleiðis niðrum mig alla, en nú ætti ég að koma út úr búðinni í þurrum fötum.
Mér fannst vanta eitthvað þarna fyrir framan lampann og var ég því farin að leita af hliðarborðum, en nei þau sem mér leyst á kostuðu handlegg ef ekki tvo, þannig að ég tók málin bara í mínar hendur.
Ég hafði lengi haft augastað á þessari körfu en ekki fundið nein not fyrir hana fyrr en nú, en hana keypti ég í Söstrene Grene á rúmar 4000,- 
Við áttum svo pizzadisk úr Ikea, eða snúningsdisk eins og hann nú heitir og ákvað ég að smella honum þarna ofan í, hann hefði alveg mátt passa akkúrat efst í körfuna en mér finnst þetta bara krúttlegt. Þetta er allavegana orðið mitt uppáhalds horn í íbúðinni.

Hann er bara svo fallegur!

Þangað til næst

-RG







Monday, November 3, 2014

Heimilið - Óskalisti


Þá sjaldan að ég vafra um á internetinu þá rek ég stundum augun í eitthvað fallegt inn á heimilið,
sumt hef ég nú látið eftir mér eeeeeeeeen, námsmaður eins og ég get kannski ekki leyft mér allt.

Óskalisti dagsins inniheldur því fallega hluti inn á heimilið í þetta skiptið.

1. Þessi yrði til þess að fullkomna dýragarðinn í sófanum hjá mér! - H&M Home-
2. Mig hefur lengi langað í Stelton hitakönnu, en ó mig auma þessi koparlitaða er to die for!! -Líf&List-
3. Það er eitthvað við þessar hillur sem ég bara get ekki staðist, 3 saman í mismunandi stærðum. -Ilva-
4. Ég held ég sé loksins búin að finna rúmföt sem mig virkilega langar í. -Ikea-
5. Anouk diskarnir frá &Klevering 4 saman með mismunandi dýrum, annars er það nú uglan sem heillar mest. -Hrím-
6. Hef aldrei verið þessi b&w týpa, en ég er með glasabakka blæti og væru þessir fín viðbót í safnið. -Hrím-
7. Ég fer nú að láta það eftir mér að kaupa Ranarp gólflampann, hef slefað yfir honum síðan ég sá hann fyrst! -Ikea-


Svo rak ég nú augun í nýjasta litaúrvalið af Jón í lit. Guð á himni!! Við erum að tala um pastel litina, ég verð, takið eftir VERÐ að eignast allavegana einn af þeim, helst í gær.
Verst að þeir verða ekki nú ekki fáanlegir fyrr en eftir 7.nóvember n.k. þannig að ég get látið mig dreyma örlítið lengur.....
Reyndar væri þetta líka alveg tilvalið í jólapakkann *blikk,blikk*

Þeir eru allir geggjaðir en þessi græni heillar mig langmest.



Þangað til næst

-RG




Thursday, October 30, 2014

Vetrarfrí

Var í hálfgerðu vetrarfríi í skólanum um daginn og ákvað að skella mér heim í fjörðinn fagra, alveg nauðsynlegt að kúpla sig út úr borgarlífinu annað slagið, eða dusta af sér borgarrykið eins og amma sagði það.
Ég gisti eina nótt hjá pabba áður en ég fór svo austur, ekki leiðinlegt að fá loksins að hitta kallinn aðeins, en hann tók vel á móti prinsessunni með uppáhalds kjúllaréttinum og öl ! 

Það var heldur ekki leiðinlegt að komast í ömmu og afa hús, en þar var sko heldur betur dekrað við mann, eins og alltaf reyndar. Kjötsúpa, læri, steiktur fiskur, pönnsur og tebollur. Afhverju bragðast alltaf allt miklu betur hjá ömmu?!

Ég gerði nú ekki mikið á meðan ég stoppaði annað en að éta og heimsækja fólkið mitt. Reyndar vildi svo skemmtilega til að það var ball á laugardeginum og lét maður sig sko ekki vanta þar, enda var dansað þangað til að manni var sópað út með ruslinu.

Á sunnudeginum bauð afi mér svo á sveitarúnt upp í Tungu, en þar eiga þau gömlu lítið hús og ákváðum við að kíkja aðeins á það áður en það snjóaði mikið meira. 
Við fengum æðislegt veður þennan dag og tók ég alveg slatta af myndum, til þess fórum við víst þessa ferð að afa sögn.

Jæja restin af ferðinni fór í afslöppun og meira át, svo var ræs kl. 7 á þriðjudagsmorgun og klukkan 8 hófst 11 tíma ferðalag mitt aftur suður í borgina.

Ég stoppaði reyndar aðeins á Akureyri og kíkti á pabba gamla og skoðaði Hof, en þangað hafði ég aldrei komið áður. 
    Þegar því var lokið brunuðum við Helga suður á leið.

Tungan mín fagra!

Vetrarsól
Á leið okkar suður ákváðum við að taka að okkur
verk vegagerðarinnar ogskafa kantana og enduðum útaf.
Enginn slasaðist við þessa tilraun okkar og Rauðka litla lifði þetta af!



Þangað til næst
-RG

Saturday, October 18, 2014

Baðherbergið


Eins og á öðru hvoru heimili á Íslandi er baðherbergið hjá okkur frekar lítið
og eins og flestir aðrir kvenmenn þá á ég slatta af make-up dóti og hefur mig skort pláss 
undir það alltsaman.

Ég fór í Ikea í dag og keypti blómapott til þess að nota undir burstana mína, setti skrautsand í botninn og tróð svo burstunum ofan í.

Litlu glösin fékk ég í Ikea fyrir löngu og nota ég þau
undir bómul og eyrnapinna.


Málaði lok á sultukrukkum m/koparmálningu
og nota undir teygjur og spennur

Fyrir löngu síðan keypti ég nashyrningasnaga í Tiger.
Ég málaði þá svo líka m/koparmálningunni og 
lét betri helminginn skella þeim upp á baði undir hálsmen og hárbönd.

Ég er að fýla þá í tætlur þessa!

Nú þarf ég bara að finna einhverja ekki mjög svo plássfreka lausn undir
 alla augnskuggana, en þeir eru nokkrir til á þessu heimili!


Fyrst að verkfærin voru nú komin upp þá fengu stjörnumerkjaplattarnir okkar
frá Multi by Multi loksins að fara upp á vegg.
Mig var lengi búið að langa í svona platta og gerðist svo lúmsk og lét múttu gefa Baldvin
ljónið í afmælisgjöf í ágúst sl.
Ég átti svo afmæli í september og var vinkonuhópurinn svo æðislegur að gefa mér
meyjuna og það karrýgula! Finnst hún æði.

Finnst þeir assgoti huggulegir saman þessir!


Þangað til næst

-RG










Thursday, October 9, 2014

Asos Wish list

Hann er nú ekki stór í þetta skiptið, enda ef ég færi að bæta við hann þá yrði hann endalaus!

Ég fer alltaf reglulega á Asos rúnt og finn mér alltaf eitthvað sem mig langar í,
ég læt það kannski ekkert alltaf eftir mér en það er alveg slatti sem ég á orðið
af fötum sem ég hef pantað þaðan.

Enda kannski ekki skrítið, þarna ertu að fá vönduð föt á skid og ingenting!

Oftast nær ef ég hef pantað mér eitthvað þá hefur það verið ódýrara með tollinum og sent heim að dyrum heldur en ef ég hefði fundið eitthvað svipað í búðum hér á Íslandi.


Þetta er svona það helsta sem mig dreymir um þessa stundina!

Peysan og skyrtan er eitthvað sem ég hef lengi ætlað að panta mér en aldrei gert, 
svo casual og flott við svartar gallabuxur.
Það stendur náttúrulega bara Ragna á þessu eyrnabandi-karrý gult fléttað- SOLD!
Hef lengi leitað mér að sweatpants en aldrei fundið þær réttu, ég held þær séu fundnar!!
Rauðar, flottar og þægilegar, getur ekki klikkað!
Það er bara eittvað við þennan kjól, ég bara ræð mér ekki, verð að eignast hann ASAP!

Þangað til næst

-RG